Góðan daginn

Jæja þá er maður að detta smá saman inn í hið Íslenska líf sem er nú dálítið öðruvísi og allt jólastússið sem ég er nú ekki alveg búin að kveikja á. Bakaði samt tvær smákökusortir og jólabrauð á laugardaginn svo fóru jólagardínurnar upp í eldhúsinu og nokkrar stjörnur í gluggana, aðventukransinn kúrir enn á sínum stað og ég bara ekkert að flýta mér, ég er bara eitthvað svo utangátta, ekki farin að hugsa um eina einustu jólagjöf hvað þá jólakort úff nenni ekki þessu stressi. Fór á tónleikana með Frostrósum á Klifi og var það mjög gaman. Hjálpaði reyndar mömmu adeins straujaði og setti upp jólagardínurnar hjá henni og smá jóladót, Þórður skipti um gardínu uppsetningu fyrir ömmu sína og var hún hin glaðasta með þetta. Búin að fara í göngutúr í morgun og kom við hjá Lovísu Sævars í nýja húsinu þeirra, hún er búin að gera svo heimilislegt og hlýlegt hjá sér, eins og henni er lagið, svo er Selma að fara til Barcelona að læra spænsku í janúar og fer hún líka í skóla hjá don Quijote eins og við Guðný, spennandi og vonadi get ég eitthvað leiðbeint henni, ég væri alveg til í að fara að skipuleggja annað spænskunám, ég þarf ekki mikið til að fara á flug en jæja það er víst best að fara að hugsa eitthvað um það sem ég þarf að gera það eru að koma jól bráðum, vaknaðu Svanfríður Sleeping

Kveðja í bili

Svanfríður Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband