Komin heim, dásamlegt

InLove Já þad er dásamlegt ad vera komin heim, þó það sé kalt þá er notalegt í húsinu og sængin mín dásamleg. Það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig ad komast heim, við fórum frá hótelinu kl. 14:00 en lentum ekki á Íslandi fyrr en kl. 03:20 sem sagt 14 og hálfan tíma á leiðinni úff. Fyrst var millilent á Cran Canari og við fengum ad fara inn í flugstöina svo héldum við að við værum ad fara beint heim, nei aldeilis ekki þad átti að fljúga í 2 1/2 tíma og lenda svo til að taka bensín á norður Spáni, ég ætlaði ekki ad trúa mínum eyrum, en þetta var stadreynd og þegar þad var búið áttum við eftir að fljúga í 4 tíma og 5 mín. Vid vorum í sæti við neyðarútganginn og það var alveg ferlegt, því þau eru föst og ekki hægt ad halla bakinu, svo við sátum pinnstífar allan tíman, þvíklíkur léttir ad lenda á Íslandi Heart og gott að leggjast á koddann kl. 5:30 um morguninn.

Jæja bestu kveðjur til ykkar sem hafið fylgst með mér og sent mér línu, þetta er búin ad vera reynslumikill tími og krefjandi en mjög skemmtilegur og er ég mjög ánægð með að hafa látið verða af þessu, er bara stolt af sjálfri mér WhistlingCool.

kveðja

Svanfríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ elsku frænka og velkomin heim og hjartanlega til hamingju með áfangann. Hittumst vonandi fljótlega.

Kv. Anna Dís 

Anna Dís (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:42

2 identicon

Takk fyrir elsku frænka mín, já hvenær fæ ég að sjá  ykkur  er farin að hlakka mikið til að sjá Vigdísi litlu og þig snúllan mín, ertu eitthvað á vesturleiðinni ?

vona að þad verði sem fyrst

kveðja

Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband