12.11.2008 | 16:45
Netkaffi
Hallo, hallo
nu er eg a netkaffi svo thad aetti ad ganga betur med tolvuna. allt gott af okkur ad fretta. erum reyndar ordnar dalitid threyttar á ollum thjódverjunum sem eru med okkur í tíma, madur heyrir meira talad á thýsku en spaensku. Vonadi verda einhverjar breytingar á mannskapnum hjá okkur. Annars er alveg ótrúlega mikid af theim hérna, thetta er eins og thýsk nýlenda. Nenni ekki ad tala meira um thá. Ég er ekki ánaegd med sjálfa mig thví ég er svo gleymin thad vantar allt lím í hausinn á mér. Ég skil texta og eins talad mál un poco en gleymi ordunum thegar ég aetla ad tala, er ég ordin gomul eda hvad. nei thad getur ekki verid. En thegar vid bídum eftir straetó blasir vid okkur botox fergrunarstofa, er ekki búin ad finna svona botox fyrir heilann thad hlýtar vera til. í dag er 21 gráda og vindur, ótrúlega gott og ferskt. Ég er búin ad finna eitt gott rád vid ollum fallegu búunum, mann langar nú í ýmislegt hérna skal ég segja ykkur en núna segjum vid Gudný bara, thetta kaupum vid fyrir afganginn ha,ha,aaa en thetta virkar alveg og okkur lídur vel med thad. Gott ad haenurnar mínar í saumó eru hressar og kátar og sakna mín smá
takk fyrir bréfid súperhaena. Vid fórum á flotta strandsvaedid sem er fyrir nedan skólann okkar og er alveg ótrúlega stórt og flott allt tilbúid af mannahondum. Ég tók myndir á símann minn og aetladi ad senda Bjossa á sms en síminn vill ekki senda sms til Íslands, vesen. Tharna eru grjótgardar eins og heima og fryssandi brym en eina sem er odruvísi er klaednadurinn á fólkinu vid vorum á bikini og hordum á brymid svo notalegt. Ég er ad hugsa um ad faera Ísland adeins sudur á bóginn, líst ykkur ekki vel á thad
Í dag vorum vid dálítid útbrunnar eftir skóla og ordnar leidar á ad borda alltaf braud frá Lolu svo vid fórum bara og fengum okkur omelettu og bjór mikid betra en thetta endalausa braud. Vid erum ad velta fyrir okkur ad fara á Teide haedsta fjall spánar sem er hér á Tenerife thad er ca. 3700 m á haed. Eigum eftir ad ath. hvad kostar ad fara med rútu og svo kláf upp á tindinn. thar er kalt og snjór í fjallinu Teida blasir vid okkur hédan og their eru mjog stoltir af fjallinu sínu. svo langar okkur ad fara í Loropark sem er mjog stór gardur med mikid af páfagaukum og dýrum allsstadar ad úr heiminum. Ég er ordin betri ad ganga og stigarnir eru ekki eins erfidir fyrir mig og fyrst, er ordin mýkri í skrokknum og farin ad venjast, thetta kemur allt á endanum
jaeja elskurnar mínar allar saman, hafid thad gott og ég vona ad ollum lídi vel.
bestu kvedjur frá Puerto de la Cruz, Tenerife
Svanfrídur spanól
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ, hæ. Bara að kvitta fyrir lesturinn, segið svo að maður fylgist ekki með ykkur þarna í sólinni og sælunni; eggjakaka, bjór, hnetur og hugmyndir að ferðum um Tenerife
vitið þið hvað evran er komin í
Lífið gengur sinn vanagang hér, heyrðumst í dag við bræður, allt í standi hjá okkur, við söknum nú ykkar svona pínulítið þrátt fyrir að bera okkur vel. Fórum aðeins yfir þvottavélafræðina, ekki of mikið af þvottaefni né mýkingarefni; GÓÐIR ! Kv. frá Akureyri. Stefán Arnaldsson, vidimyri12@simnet.is
Stefán Arnaldsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:38
Ég frétti einmitt að boðið hefði verið upp á námskeið í þvottavélarfræðum í Vallholti um síðustu helgi.
Annars er gaman að fylgjast með blogginu, væri mikið til í að vera á Tenerife að læra spænsku. Og já Svanfríður, þú mátt endilega færa Ísland suður á bóginn!
Helga (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 06:49
Sæl og blessuð Svanfríður, ég rakst á þessa síðu og verð náttúrulega að kvitta fyrir innlitið. Mikið rosalega finnst mér þetta sniðugt hjá ykkur að skella ykkur í skóla úti. Maður þarf að vera kjarkmikill til að leggja í þetta. Hvað verðið þið lengi þarna ? Verst að peningamálin eru svona ömurleg akkúrat núna. Hafðu það gott og njóttu þess að vera í góða veðrinu.
Kveðja Olga Kr.
Olga Kr. (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:23
blessuð skvís ég er álíka kölkuð og þú ,en hvenær kemurðu aftur heim??hehehhe
sif svavarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.