13.10.2008 | 00:06
Ferðakvefið
Jæja þá er mitt örugga ferðakvef komið, er full af kvefi og veseni. Nú er ég hætt að hugsa um evrur og treysti á að þetta reddist allt. Þá er það næst að hugsa um farangurinn fyrir 6 vikna ferð þegar maður má bara vera með 15 kg. verður taskan sjálf að vera ansi létt, úff.
Sanný hélt uppá 60.ára afmælið í gær og var það mjög flott hjá henni, við í saumaklúbbnum Fjörugar hænur komum og kynntum okkur og okkar áform um byggingu hænsnakofa í landi Stórakropps.
Hanna, Björg og Svanfríður
Stórikroppur
Bless í bili
Svanfríður
Athugasemdir
Hæ hó
Róbbi flottur sem haninn í hænuhópnum
kv
Árný Bára
Árný Bára (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.