7.10.2008 | 09:46
Jóhann Jónsson skáld frá Ólafsvík
Stór dagur í lífi mömmu var á sunnudaginn þegar hún afhjúpaði minnismerki um Jóhann Jónsson skáld, sem hún hefur svo miklar mætur á, lék veðrið nú ekki við okkur, enda erfitt að treysta á það. En þessi dagur og öll umgjörð var til mikillar ánægju. Gaman var hvað margir komu í messu, kaffið og dagskránna á eftir. Þótt veðrið léti öllum illum látum hafði það ekki áhrif á ánægju okkar. Fannst mér mjög gaman að hlusta á alla þá sem tóku til máls, heyrði maður á þeim hvað Jóhann hefur mikil áhrif á fólk sem kynnir sér hann og hans verk. Hann hefur nú ekki verið neinn venjulegur unglingur svona djúpt hugsi þegar hann skirfaði frásögnina sem Egill las. Mamma er alsæl með daginn og við öll.
Þegar allt er að fara fjandans til eftir fréttaflutningi allavegana er bara gott að snúa sér að menningartengdu efni og gleyma sér aðeins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.