Akureyri

Jæja þá erum við Bjössi komin heim,

Fórum fljúgandi á miðvikudaginn til Akureyrar, Bjössi var að fara á hafnarsambandsþing.  Á föstudag fórum við af Hótel KEA og til Stefáns og Guðnýjar í Víðimýrina og gistum hjá þeim fram á sunnudag. Þetta var mjög fín ferð norður, ekkert bakvesen á minni núna Smile enda bara dekrað við mann,eins og alltaf í Víðimýrinni. Á laugardaginn fórum við Bjössi, Stefán og ég að heimsækja Möggu föðursystur þeirra bræðra, hún er alveg yndisleg kona og alltaf gaman að koma á hennar heimili, hún er bara hress orðin 84 ára gömul. Þegar Guðný kom úr vinnunni skelltum við fjögur okkur á ABBA myndina og fannst mér alveg jafn gaman að fara í annað sinn eins og fyrsta. Komum suður um miðjan sunnudag og kíktum í kaffi til Guðríðar og Bjössa. Á mánudaginn var Bjössi á fundi allan daginn í Siglingastofnun en ég fór til læknis og svo í ýmsar útréttingar. Komum svo heim um 22:00 Alltaf gott að koma heim.

Mamma er með allan hugan við afhjúpun minnismerkis um Jóhann Jónsson, skáld frá Ólafsvík. Finnst mér mamma ótrúlega dugleg að koma öllu þessu í verk, hún er einstök orðin þetta fullorðin. Þetta verður stór dagur í lífi mömmu og miklu af henni létt.

Takk í dag Smile

Svanfríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst um helgina :)

Þórður Björnsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband