19.9.2008 | 12:34
Allt í plasti
Góðan daginn,
Það hefur nú ekki allt gengið eins og í sögu með blessaðar uppskirftirnar mínar og þessa fínu plöstunarvél sem Björg lánaði mér. Ég var búin að plasta ca. 20 stk. þegar vélin bara gleypti plastið, það fór bara inn í vélina en ekkert kom út, já ég meina ekkkkkerrt Auðvitað var þetta ein af uppáhalds uppskirftunum mínum, jæja ég fékk náttúrulega áfall og kófsvitnaði því ég á ekki vélina. Ég reyndi samt að gera eitthvað í málinu og skrúfaði allt í sundur þá sést hvorki tangur né tetur af plastinu, vélin er búin að pressa það inn í sig, ég þori ekki að gera meira
fór að hringja í allar áttir til að finna nýja vél og fann loks svona vél á Akureyri og pantaði 2 stk. Ætla að skila Björg nýrri vél og eiga eina sjálf, það borgar sig ekki að fá svona lánað, best að eyðileggja bara sitt dót
Svo þessi tiltekt hjá mér er farin að kosta stórfé. Í vonbrigðum mínum fór ég að prjóna vettlinga með nýju mynstri og prjónaði og prjónaði svo um kvöldið var ég að dáðst að handbragði mínu
en ekki var ég glöð lengi því ég hafði gleymt að gera ráð fyrir þumli
Ákvað að klúðra ekki meiru þennan daginn og fór að sofa.
Kæja, Anna Dís og Vigdís litla komu til Ólafsvíkur í gær í heimsókn til mömmu og ég kíkti á þær. Alltaf jafn gaman að dáðst að Vígdísi sofandi, henni finnst ótrúlega gott að sofa
Núna er ég að brasa við að gera myndasýningu fyrir Kvenfélag Ólafsvíkur frá Köben ferðinni okkar í maí, það á örugglega eftir að taka tímana tvo, þetta er ekki eins lítið mál og það lítur út fyrir að vera.
Segi þetta gott í dag,
kveðja
Svanfríður
Athugasemdir
Ja hérna !!! Hvaða uppskrift var það sem vélin át ??
Þórður Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:54
Auðvitað uppáhalds kjúklingauppskriftin þessi með sítrónu, rósmarín, rauðlauk, kartöflum og hvítlauk og svo 40 geira uppskriftin frá þér (Hebu)
Svanfríður Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.