16.9.2008 | 18:19
Helgin og ný vika
Góðan daginn,
Jæja þá er mín búin að flengjast á milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur, stoppaði stutt í bæði skiptin enda ekkert skemmtilegt að gerast Fór beint í saumaklúbb til Sannýar þegar ég kom heim á föstudaginn, þar var mikið hlegið og prjónað til kl. 03:30 við erum alveg ótrúlega duglegar að vaka, enda byrjar alltaf fjörið eftir 01:00 sennilega er það svefngalsinn sem hleypur í okkur. Á laugardag var sóknarnefndin að funda á Hellnum og voru makar velkomnir í kaffi hjá Guðrúnu Bergman, það var nú ekki mikil þátttaka hjá mökum en við Iddi stóðum okkur vel og mættum, síðan var farið í bústaðin sem fundurinn hafði farið fram í og þar var Sigrún með allskonar þrautir fyrir okkur, skipti hún okkur í lið og lenti ég með Leif í Bylgjunni og við vorum snögg að klára vorum fyrst, þetta voru allskonar þrautir á blaði svo þurfti að sauma út stafinn S. eins þurftum við að týna 6 tegundir af plöntum. þetta var ótrúlega gaman, hún Sigrún er algjör snilli í að finna eitthvað skemmtilegt að gera, svo er hún líka mjög dugleg því hún bauð sóknarnefndarfólki og mökum heim til sín og Idda í mat og skemmtilegheit um kvöldið. Við borðuðum góðan mat svo var farið að syngja og spilaði Iddi undir á hljómborð, þetta er orðin hefð hjá okkur, mikið sungið og trallað. Við Leifur unnum keppnina (í bústaðnum) og var okkur veitt verlaun sem voru hárkollur en það sem verra var við þurftum að syngja lagið Nína og Geiri
en sem betur fer er Geiri aðal sögumaður í þessu lagi svo ég slapp frekar billega
reyndi bara að nota leiklistarhæfileika mína. Ég veit ekki hvort ég á að setja inn myndir , fólk gæti nú orðið hneikslað,
En við kunnum svo sannarlega að leika okkur erum ekki feimin við það
Nú er semsagt helgin liðin og ég búin að fara suður og komin heim aftur. Nú rignir og rignir svo ég er bara inni að flokka gamlar uppskriftir ( 30 ára) ég sortera, hendi, klippi út og plasta svo þetta verður voða fínt þegar upp er staðið, það verður samt að rigna í marga daga svo ég klári þetta einhvern tíman .
Arnfinn kom í kaffisopa í gærkveldi með mömmu og pabba, það var gaman að hitta hann.
jæja þá segi ég þetta gott í bili kæra fjölskylda.
Bless í bili
Hasta pronto
Svanfríður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.