8.9.2008 | 20:55
Vigdís Narfadóttir
Yndislega litla frænka mín var skírð í Reykholtskirkju í gær 7. september og fékk þetta fallega nafn Vigdís. Hún var ótrúlega góð, svaf alla skírnina og skírnarveisluna, lét ekkert trufla sig. Frændi hennar hann Bjartur Ýmir lét ljós sitt skína skært, nýtti þetta tækifæri vel enda veit hann að hann á eftir að mæta mikilli samkeppni þegar Vigdís fer að skoða heiminn. Ætlaði að setja inn myndir af skírninni en þetta gengur eitthvað svo hægt og ég ekki alveg orðin klár í þessu enn ég gefst ekki upp, held bara áfram að reyna seinna.
kv.
Svanfríður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.