8.9.2008 | 16:31
Ber,ber,ber og meiri ber
Ég er búin að sulta og sulta... Chilihlaup með sólberjum, krækiberjahlaup, bláberjahlaup,rabbabarasultu,krækiberjasaft, rifsberjasaft og síðast en ekki síst rifsberjahlaup sem er enn að hlaupa er örugglega í maraþoni þá meina ég heilmaraþoni því það er ekki orðið hlaup enn þá.
Grillaði þetta dásamlega læri á laugardaginn og það var algjört sælgæti, með bláberjum auðvitað, svo er það nú eitt enn sem er hvorti síðast né síst því ég er að búa til bláberjalíkjör ummm sem ég ætla að drekka í desember þegar ég kem heim frá Tenerife.


Athugasemdir
Þetta var dásamlega gott læri
Þórður Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.