7.9.2008 | 12:37
don Quijote skólinn
Svona fyrir þá sem vilja kynna sér don Quijote skólann er slóðin hér donquijote.com
Við Guðný ætlum að vera í skólanum frá 3. nóv.- 29.nóv.2008 sem sagt í 4 heilar vikur. Ætlum við að vera hjá fjölskyldu í hálfu fæði. Við erum ekki búnar að fá upplýsingar um fjölskylduna sem við verðum hjá en bíðum spenntar, kannski þorir enginn að taka svona tvær ladays að sér ég held samt að enginn þurfi að vera hræddur við okkur, við erum svoddan ljúflingar
Bærinn sem við verðum í heitir Puerto de la Cruz og er á norðurströnd Tenerife, það er víst mjög fallegt þarna, mikið af bananaökrum og fallegum gróðri, bara yndislegt
(vonandi)
Bless í bili
Svanfríður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.