Færsluflokkur: Bloggar
14.10.2008 | 09:50
Halló
Ég er að velta því fyrir mér hvort eitthver af mínu fólki kíki inn á þessa síðu, hugsunin var sú að blogga hér meðan ég verð á Tenerife ef einhver vildi vita af mér. Nú standa málin þannig að við Guðný eigum að ganga frá lokagreiðslu á skólakostnaðinum á föstudaginn, þannig að við verðum bara að taka einn dag í einu og vona að gjaldeyrisviðskipti verði komin í eðlilegt horf þá. Ég er ekki búin að fá eina einustu evru enn þá. Ég er samt bjartsýn á að þetta blessist allt saman . En ef þið kíkið inná þessa síðu vil ég biðja ykkur að skirfa í gestabókina ( þarf ekkert að segja. t.d. bara nafnið ykkar) svo ég viti eitthvað. Nenni nú ekki að vera að tala við sjálfa mig á veraldarvefnum, hef nógan tíma til að tala við sjálfa mig, ein heima allan daginn
Eagles Peaceful easy feeling
Fallegt lag, en ansi langt síðan þessi upptaka var gerð.
kveðja
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 00:06
Ferðakvefið
Jæja þá er mitt örugga ferðakvef komið, er full af kvefi og veseni. Nú er ég hætt að hugsa um evrur og treysti á að þetta reddist allt. Þá er það næst að hugsa um farangurinn fyrir 6 vikna ferð þegar maður má bara vera með 15 kg. verður taskan sjálf að vera ansi létt, úff.
Sanný hélt uppá 60.ára afmælið í gær og var það mjög flott hjá henni, við í saumaklúbbnum Fjörugar hænur komum og kynntum okkur og okkar áform um byggingu hænsnakofa í landi Stórakropps.
Hanna, Björg og Svanfríður
Stórikroppur
Bless í bili
Svanfríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 00:21
Húsmæðraskólagengin
Já húsmæðraskólagengin, það er ég og er stolt af því en verð að viðurkenna að það hefur stundum farið í pirrurnar á mér þegar sagt er, þú getur þetta þú ert húsmæðraskólagengin ! þá fannst mér þetta stundum neikvætt. En í dag er ég sko á annari skoðun, því það er sko sú undirstöðu menntun sem kæmi Íslensku þjóðinni best þá meina ég alltaf, ekki þetta viðskipta og peninga bull alltaf hreint, nei nú er bara að loka Bifröst og starta aftur Húsmæðraskólanum á Varmalandi, ég skal vera skólastýran nú er bara að elda allt heima, baka, sauma og prjóna þá hefst þetta allt.
Við Kristín á Varmalandi
1976
Þetta gerði mamma alltsaman og ég fyrstu 8-10 árin í mínum búskap. Við systkynin fengum ekki búðarföt fyrr en við gátum keypt þau sjálf, fræg er setningin hans Egils "mamma hvenær fæ ég svona heila úlpu eins og Gunna" drengurinn sá fötin sín alltaf í mörgum hlutum áður en hann gat farið í þau en Gunna fékk nýja úlpu í heilu lagi.
Hvað dettur manni ekki í hug þegar svona brotsjór skellur á Íslandi eins og þessa dagana, fyrsta sem maður hugsar er hvernig bjarga ég mér. Þetta er nú ekki skemmtilegt hjá okkur Guðný að vera að fara í skóla við þessar aðstæður, við verðum bara að vona að gengið jafni sig svo við fáum gjaldeyri og getum borgað skólann. það er eins gott að hlutirnir gerist hratt förum út 21. okt.
svona eru tilfinningarnar að sveiflast.
Bloggar | Breytt 13.10.2008 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 09:46
Jóhann Jónsson skáld frá Ólafsvík
Stór dagur í lífi mömmu var á sunnudaginn þegar hún afhjúpaði minnismerki um Jóhann Jónsson skáld, sem hún hefur svo miklar mætur á, lék veðrið nú ekki við okkur, enda erfitt að treysta á það. En þessi dagur og öll umgjörð var til mikillar ánægju. Gaman var hvað margir komu í messu, kaffið og dagskránna á eftir. Þótt veðrið léti öllum illum látum hafði það ekki áhrif á ánægju okkar. Fannst mér mjög gaman að hlusta á alla þá sem tóku til máls, heyrði maður á þeim hvað Jóhann hefur mikil áhrif á fólk sem kynnir sér hann og hans verk. Hann hefur nú ekki verið neinn venjulegur unglingur svona djúpt hugsi þegar hann skirfaði frásögnina sem Egill las. Mamma er alsæl með daginn og við öll.
Þegar allt er að fara fjandans til eftir fréttaflutningi allavegana er bara gott að snúa sér að menningartengdu efni og gleyma sér aðeins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 20:47
Akureyri
Jæja þá erum við Bjössi komin heim,
Fórum fljúgandi á miðvikudaginn til Akureyrar, Bjössi var að fara á hafnarsambandsþing. Á föstudag fórum við af Hótel KEA og til Stefáns og Guðnýjar í Víðimýrina og gistum hjá þeim fram á sunnudag. Þetta var mjög fín ferð norður, ekkert bakvesen á minni núna enda bara dekrað við mann,eins og alltaf í Víðimýrinni. Á laugardaginn fórum við Bjössi, Stefán og ég að heimsækja Möggu föðursystur þeirra bræðra, hún er alveg yndisleg kona og alltaf gaman að koma á hennar heimili, hún er bara hress orðin 84 ára gömul. Þegar Guðný kom úr vinnunni skelltum við fjögur okkur á ABBA myndina og fannst mér alveg jafn gaman að fara í annað sinn eins og fyrsta. Komum suður um miðjan sunnudag og kíktum í kaffi til Guðríðar og Bjössa. Á mánudaginn var Bjössi á fundi allan daginn í Siglingastofnun en ég fór til læknis og svo í ýmsar útréttingar. Komum svo heim um 22:00 Alltaf gott að koma heim.
Mamma er með allan hugan við afhjúpun minnismerkis um Jóhann Jónsson, skáld frá Ólafsvík. Finnst mér mamma ótrúlega dugleg að koma öllu þessu í verk, hún er einstök orðin þetta fullorðin. Þetta verður stór dagur í lífi mömmu og miklu af henni létt.
Takk í dag
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 12:34
Allt í plasti
Góðan daginn,
Það hefur nú ekki allt gengið eins og í sögu með blessaðar uppskirftirnar mínar og þessa fínu plöstunarvél sem Björg lánaði mér. Ég var búin að plasta ca. 20 stk. þegar vélin bara gleypti plastið, það fór bara inn í vélina en ekkert kom út, já ég meina ekkkkkerrt Auðvitað var þetta ein af uppáhalds uppskirftunum mínum, jæja ég fékk náttúrulega áfall og kófsvitnaði því ég á ekki vélina. Ég reyndi samt að gera eitthvað í málinu og skrúfaði allt í sundur þá sést hvorki tangur né tetur af plastinu, vélin er búin að pressa það inn í sig, ég þori ekki að gera meira
fór að hringja í allar áttir til að finna nýja vél og fann loks svona vél á Akureyri og pantaði 2 stk. Ætla að skila Björg nýrri vél og eiga eina sjálf, það borgar sig ekki að fá svona lánað, best að eyðileggja bara sitt dót
Svo þessi tiltekt hjá mér er farin að kosta stórfé. Í vonbrigðum mínum fór ég að prjóna vettlinga með nýju mynstri og prjónaði og prjónaði svo um kvöldið var ég að dáðst að handbragði mínu
en ekki var ég glöð lengi því ég hafði gleymt að gera ráð fyrir þumli
Ákvað að klúðra ekki meiru þennan daginn og fór að sofa.
Kæja, Anna Dís og Vigdís litla komu til Ólafsvíkur í gær í heimsókn til mömmu og ég kíkti á þær. Alltaf jafn gaman að dáðst að Vígdísi sofandi, henni finnst ótrúlega gott að sofa
Núna er ég að brasa við að gera myndasýningu fyrir Kvenfélag Ólafsvíkur frá Köben ferðinni okkar í maí, það á örugglega eftir að taka tímana tvo, þetta er ekki eins lítið mál og það lítur út fyrir að vera.
Segi þetta gott í dag,
kveðja
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 18:19
Helgin og ný vika
Góðan daginn,
Jæja þá er mín búin að flengjast á milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur, stoppaði stutt í bæði skiptin enda ekkert skemmtilegt að gerast Fór beint í saumaklúbb til Sannýar þegar ég kom heim á föstudaginn, þar var mikið hlegið og prjónað til kl. 03:30 við erum alveg ótrúlega duglegar að vaka, enda byrjar alltaf fjörið eftir 01:00 sennilega er það svefngalsinn sem hleypur í okkur. Á laugardag var sóknarnefndin að funda á Hellnum og voru makar velkomnir í kaffi hjá Guðrúnu Bergman, það var nú ekki mikil þátttaka hjá mökum en við Iddi stóðum okkur vel og mættum, síðan var farið í bústaðin sem fundurinn hafði farið fram í og þar var Sigrún með allskonar þrautir fyrir okkur, skipti hún okkur í lið og lenti ég með Leif í Bylgjunni og við vorum snögg að klára vorum fyrst, þetta voru allskonar þrautir á blaði svo þurfti að sauma út stafinn S. eins þurftum við að týna 6 tegundir af plöntum. þetta var ótrúlega gaman, hún Sigrún er algjör snilli í að finna eitthvað skemmtilegt að gera, svo er hún líka mjög dugleg því hún bauð sóknarnefndarfólki og mökum heim til sín og Idda í mat og skemmtilegheit um kvöldið. Við borðuðum góðan mat svo var farið að syngja og spilaði Iddi undir á hljómborð, þetta er orðin hefð hjá okkur, mikið sungið og trallað. Við Leifur unnum keppnina (í bústaðnum) og var okkur veitt verlaun sem voru hárkollur en það sem verra var við þurftum að syngja lagið Nína og Geiri
en sem betur fer er Geiri aðal sögumaður í þessu lagi svo ég slapp frekar billega
reyndi bara að nota leiklistarhæfileika mína. Ég veit ekki hvort ég á að setja inn myndir , fólk gæti nú orðið hneikslað,
En við kunnum svo sannarlega að leika okkur erum ekki feimin við það
Nú er semsagt helgin liðin og ég búin að fara suður og komin heim aftur. Nú rignir og rignir svo ég er bara inni að flokka gamlar uppskriftir ( 30 ára) ég sortera, hendi, klippi út og plasta svo þetta verður voða fínt þegar upp er staðið, það verður samt að rigna í marga daga svo ég klári þetta einhvern tíman .
Arnfinn kom í kaffisopa í gærkveldi með mömmu og pabba, það var gaman að hitta hann.
jæja þá segi ég þetta gott í bili kæra fjölskylda.
Bless í bili
Hasta pronto
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 20:55
Vigdís Narfadóttir
Yndislega litla frænka mín var skírð í Reykholtskirkju í gær 7. september og fékk þetta fallega nafn Vigdís. Hún var ótrúlega góð, svaf alla skírnina og skírnarveisluna, lét ekkert trufla sig. Frændi hennar hann Bjartur Ýmir lét ljós sitt skína skært, nýtti þetta tækifæri vel enda veit hann að hann á eftir að mæta mikilli samkeppni þegar Vigdís fer að skoða heiminn. Ætlaði að setja inn myndir af skírninni en þetta gengur eitthvað svo hægt og ég ekki alveg orðin klár í þessu enn ég gefst ekki upp, held bara áfram að reyna seinna.
kv.
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 16:31
Ber,ber,ber og meiri ber


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 12:37
don Quijote skólinn
Svona fyrir þá sem vilja kynna sér don Quijote skólann er slóðin hér donquijote.com
Við Guðný ætlum að vera í skólanum frá 3. nóv.- 29.nóv.2008 sem sagt í 4 heilar vikur. Ætlum við að vera hjá fjölskyldu í hálfu fæði. Við erum ekki búnar að fá upplýsingar um fjölskylduna sem við verðum hjá en bíðum spenntar, kannski þorir enginn að taka svona tvær ladays að sér ég held samt að enginn þurfi að vera hræddur við okkur, við erum svoddan ljúflingar
Bærinn sem við verðum í heitir Puerto de la Cruz og er á norðurströnd Tenerife, það er víst mjög fallegt þarna, mikið af bananaökrum og fallegum gróðri, bara yndislegt
(vonandi)
Bless í bili
Svanfríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)